8 Landshlutakort - Gjafaaskja

1:200 000

Landshlutakortin skipta Íslandi upp í átta jafna hluta ásamt einu aukakorti af suðurlandi. Á kortunum eru nýjustu upplýsingar um vegakerfi landsins, tjaldsvæði, sundlaugar og golfvelli, auk rúmlega 26.000 örnefna. Á bakhlið kortanna eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum hvers landshluta og er allur texti á fjórum tungumálum. Þar eru einnig teikningar af helstu fuglum og plöntum. Landshlutakortin eru ómissandi ferðafélagar! Askjan inniheldur kort 1 - 8.