Ferðakort

1:600 000

Ferðakort í mælikvarða 1:600 000 er heildarkort af Íslandi með nýjustu upplýsingum um vegakerfi landsins, tjaldstæði, sundlaugar, söfn og vegalengdir. Kortið er prentað í náttúrulegum litum þar sem sérstök áhersla er lögð á gróðurlendur landsins og myndræna skyggingu hálendisins. Á bakhlið ferðakortsins eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum landsins. Þar er einnig að finna ítarlega vegalengdatöflu. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.