Sérkort 4 - Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabak

Landmannalaugar - Þórsmörk - Fjallabak - 1:100.000

Nýtt og vandað sérkort af einu vinsælasta göngu og jeppasvæði landsins, sem nær yfir Landmannaleið, Fjallabak syðra og leiðina í Lakagíga. Kortið sýnir auk þess vinsælustu gönguleiðir svæðisins: "Laugaveginn" (frá Landmannalaugum í Þórsmörk), Skælinga og Strútsstíg. Á bakhlið kortsins er nákvæmt kort af leiðinni yfir Fimmvörðuháls, auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum og fuglum svæðisins.