Sérkort 2 - Gullfoss, Geysir, Hekla

1:100 000 / 1:50 000

Nýtt og vandað sérkort í mælikvarða 1:100 000 af þessu vinsæla svæði. Inn á kortið eru merktar allar helstu aksturs- og gönguleiðir, auk þess sem þar er að finna mikinn fjölda örnefna og annarra gagnlegra upplýsinga. Á bakhliðinni er sérkort af Heklu og nágrenni í mælikvarða 1:50 000 og fuglateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg. Þar eru einnig lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum svæðisins. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.