Sérkort 5 - Skaftafell

Skaftafell - 1:100.000

Nýtt og vandað sérkort af einu stórbrotnasta ferðamannasvæði landsins, sem nær frá Lakagígum í vestri, yfir Síðu, Núpsstaðarskóga, Skaftafell og austur fyrir Öræfajökul. Inn á kortið eru merktar allar helstu gönguleiðir og jeppaslóðar. Á bakhlið þess er nákvæmt kort af þjóðgarðinum í Skaftafelli, auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum og fuglum svæðisins.