Sérkort 6 - Lónsöræfi, Snæfell

Lónsöræfi - Snæfell - 1:100.000

Nýtt og nákvæmt sérkort sem sýnir eina af fegurstu náttúruperlum Íslands, svæðið frá Hornafirði austur í Berufjörð. Á kortinu er sýnd gönguleið sem verður sífellt vinsælli; um Lónsöræfi frá Stafafelli að Snæfelli. Kortið sýnir auk þess allar helstu gönguleiðir svæðisins, svo og upplýsingar um skála. Á bakhlið kortsins er nákvæmt sérkort af vinsælu göngusvæði auk fuglateikninga og litmynda og lýsinga á helstu náttúruperlum svæðisins.