Sérkort 3 - Kjölur, Langjökull, Kerlingarfjöll

Kjölur - Langjökull - Kerlingafjöll 1:100 000 / 1:50 000

Nýtt og vandað sérkort af einu vinsælasta ferða og útivistarsvæði landsins, sem nær frá Arnarvatnsheiði í vestri, yfir Kaldadal, Langjökul, Kjalveg, Hveravelli og yfir í Kerlingafjöll. Inn á kortið eru merktir allir helstu jeppaslóðar svæðisins, auk gönguleiða og á bakhlið þess er sérkort af Kerlingarfjöllum í mælikvarða 1:50 000, fugla- og blómateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg, auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum svæðisins. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.