Atlaskort

Atlaskortin eru einn viðamesti flokkur korta af Íslandi sem nokkru sinni hefur komið fyrir almenningssjónir. Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 31 stórbrotnu korti í mælikvarðanum 1:100 000. Kortin eru afar nákvæm og geyma samtals yfir 43.000 örnefni. Með stafrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo hvert mannsbarn skynjar hæð fjalla, dýpt dala og víðáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir. Atlaskortin eru 31 að tölu og eru þau einnig öll fáanleg saman í glæsilegri öskju sem hentar vel til gjafa og ferðalaga.

1:100 000

Atlaskort 5 nær yfir syðsta hluta Vestfjarða austur að Kerlingarfirði og norður fyrir Hrafnseyrarheiði.

Ath. hægt er að smella á tengilin "Kaupa stafræna útgáfu" hér að neðan til að fá frítt sýnishorn af því hvernig kortin virka í snjallsímum eða spjaldtölvum (iOS, Android og Windows)