Sérkort

Sérkortin eru ætluð þeim sem ferðast um vinsælustu útivistarsvæði landsins. Lögð er áhersla á skemmtilegar aksturs- og gönguleiðir, auk þess sem á kortunum er mikill fjöldi örnefna og annarra gagnlegra upplýsinga. Á bakhlið kortanna eru nákvæmari göngukort auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum viðkomandi svæðis, fuglateikningum ofl.

1:100 000 / 1:50 000

Nýtt og vandað sérkort í mælikvarða 1:100 000 sem nær frá Reykjanestá í vestri og austur fyrir Þingvallavatn. Inn á kortið eru merktar allar helstu aksturs- og gönguleiðir, auk þess sem þar er að finna mikinn fjölda örnefna og annarra gagnlegra upplýsinga. Á bakhliðinni er sérkort af Þingvöllum og Þingvallavatni í mælikvarða 1:50 000 og fuglateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg. Þar eru einnig lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum svæðisins. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.

1:100 000 / 1:50 000

Nýtt og vandað sérkort í mælikvarða 1:100 000 af þessu vinsæla svæði. Inn á kortið eru merktar allar helstu aksturs- og gönguleiðir, auk þess sem þar er að finna mikinn fjölda örnefna og annarra gagnlegra upplýsinga. Á bakhliðinni er sérkort af Heklu og nágrenni í mælikvarða 1:50 000 og fuglateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg. Þar eru einnig lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum svæðisins. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.

Kjölur - Langjökull - Kerlingafjöll 1:100 000 / 1:50 000

Nýtt og vandað sérkort af einu vinsælasta ferða og útivistarsvæði landsins, sem nær frá Arnarvatnsheiði í vestri, yfir Kaldadal, Langjökul, Kjalveg, Hveravelli og yfir í Kerlingafjöll. Inn á kortið eru merktir allir helstu jeppaslóðar svæðisins, auk gönguleiða og á bakhlið þess er sérkort af Kerlingarfjöllum í mælikvarða 1:50 000, fugla- og blómateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg, auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum svæðisins. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.

Landmannalaugar - Þórsmörk - Fjallabak - 1:100.000

Nýtt og vandað sérkort af einu vinsælasta göngu og jeppasvæði landsins, sem nær yfir Landmannaleið, Fjallabak syðra og leiðina í Lakagíga. Kortið sýnir auk þess vinsælustu gönguleiðir svæðisins: "Laugaveginn" (frá Landmannalaugum í Þórsmörk), Skælinga og Strútsstíg. Á bakhlið kortsins er nákvæmt kort af leiðinni yfir Fimmvörðuháls, auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum og fuglum svæðisins.

Skaftafell - 1:100.000

Nýtt og vandað sérkort af einu stórbrotnasta ferðamannasvæði landsins, sem nær frá Lakagígum í vestri, yfir Síðu, Núpsstaðarskóga, Skaftafell og austur fyrir Öræfajökul. Inn á kortið eru merktar allar helstu gönguleiðir og jeppaslóðar. Á bakhlið þess er nákvæmt kort af þjóðgarðinum í Skaftafelli, auk lýsinga og litmynda af helstu náttúruperlum og fuglum svæðisins.

Lónsöræfi - Snæfell - 1:100.000

Nýtt og nákvæmt sérkort sem sýnir eina af fegurstu náttúruperlum Íslands, svæðið frá Hornafirði austur í Berufjörð. Á kortinu er sýnd gönguleið sem verður sífellt vinsælli; um Lónsöræfi frá Stafafelli að Snæfelli. Kortið sýnir auk þess allar helstu gönguleiðir svæðisins, svo og upplýsingar um skála. Á bakhlið kortsins er nákvæmt sérkort af vinsælu göngusvæði auk fuglateikninga og litmynda og lýsinga á helstu náttúruperlum svæðisins.